Plastvandinn, áhrif skóga á fugla, fýlsungar og umhverfispistill

Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í hringrásarhagkerfinu hjá Umhverfisstofnun er ein þeirra sem þar tekur til máls síðar í dag þegar Bláskelin verður afhent, en það er viðurkenning fyrir framúrskarandi plastlausa lausn sem stuðlar að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Að afhendingunni lokinni verður haldið málþingið ?Plastvandinn. Reddast þetta?? í Veröld, húsi Vigdísar. Birgitta sest hjá okkur og fer yfir hvernig gengur að leysa plastvandann. Aldís Erna Pálsdóttir, nýdoktor og fuglafræðingur: áhrif skógræktar, mannvirkja, raflína og vega á vaðfugla. Mun söngur sumarsins hverfa? Erpur Snær Hansen, fýlsungabjörgun. Stefán Gíslason flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar.

Om Podcasten

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.