Ísraelar rjúfa vopnahlé á Gaza, utanríkisráðherra fordæmir árásirnar og meðferðarheimilið sem aldrei reis í Garðabæ

Spegillinn - A podcast by RÚV

Utanríkisráðherra fordæmir loftárásir Ísraelshers á Gaza í nótt sem bundu enda á tveggja mánaða vopnahlé. Hún tekur undir með Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, að stríðsrekstur Ísraela á Gaza beri öll einkenni þjóðarmorðs. Nærri þrjú hundruð blaðsíður af gögnum varpa ljósi á hvers vegna nýtt meðferðarheimili fyrir börn hefur enn ekki risið í Garðabæ. Bygging heimilisins virðist hafa verið svæfð þegar Barnaverndarstofa var lögð niður.