19. Allt nema Ljúfmund

Trivíaleikarnir - A podcast by Daníel Óli

Podcast artwork

Nítjándi og einn allra besti þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mættu tveir nýjir keppendur til leiks, Marín Eydal frá Gametíví og Ástrós Hind frá hlaðvarpinu Listin og Lífið. Með Marínu í liði var okkar allra besti Arnór Steinn og með Ástrós í liði var okkar einnig allra besti Kristján. Er Bambi Elínmundur löglegt nafn samkvæmt Mannanafnanefnd? Hvað heitir erkióvinur pabba Ronju Ræningjadóttur? Safi hvaða ávaxtar er notaður í kokteilinn „Screwdriver?" Hvaða frægi leikari talar fyrir persónuna Sideshow Bob í sjónvarpsþáttunum vinsælu The Simpsons? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum. Keppendur: Arnór Steinn, Marín Eydal, Kristján og Ástrós Hind.